Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga hefst 7. apríl

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga hefst 7. apríl

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 hefst þann 7. aprílnæstkomandi hjá sendiráðinu og ræðismönnum.

Þeir sem hyggjast kjósa hjá ræðismönnum er vinsamlega bent á að hafa samband við þá áður en þeir koma til að kjósa.

Kjósendur eru vinsamlega beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd (ökuskírteini/vegabréf). Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar má finna áwww.kosning.is.

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi í tæka tíð fyrir 31. maí.

Hægt verður að kjósa í sendiráðinu til kjördags alla virka daga frá kl. 09:30-15:30

Video Gallery

View more videos