Um sendiráðið

Hlutverk og starfsemi sendiráðs Íslands í Washington D.C.

Meginhlutverk sendiráðs Íslands í Washington D.C. er að hlúa að og efla tvíhliða samstarf Íslands og Bandaríkjanna, og annarra umdæmisríkja sendiráðsins á sviði stjórnmála, varnar- og öryggismála, viðskipta, mennta- og menningarmála. Því hlutverki er einkum sinnt með eftirfarandi hætti:

- Að gera grein fyrir stefnu íslenskra stjórnvalda í helstu málaflokkum í bandaríska stjórnkerfinu og þannig auka skilning á og stuðning við íslenska hagsmuni. Samhliða því að fylgjast með og gera grein fyrir stefnu bandarískra stjórnvalda í helstu málaflokkum, og leggja mat á aðgerðir Bandaríkjastjórnar með tilliti til mögulegra áhrifa á íslenska hagsmuni.

- Að styðja við íslenskt atvinnulíf í viðskiptum við Bandaríkin, bæði með stuðningi við einstök fyrirtæki og atvinnugreinar, og með því að stuðla að gerð viðskiptasamninga á milli ríkjanna.

- Að koma íslenskri menningu á framfæri í Bandaríkjunum og efla menntasamstarf Íslands og Bandaríkjanna.

- Að aðstoða og standa vörð um réttindi íslenskra ríkisborgara í Bandaríkjunum og efla þjóðrækni meðal Íslendinga og afkomenda þeirra í Bandaríkjunum og umdæmisríkjum.

- Sendiráðið er einnig tengiliður við og tekur þátt í starfi NATO Allied Command Transformation í Norfolk. Sendiráðið tekur þátt í samráði sendiráða í Washington D.C. um málefni Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Frekari upplýsingar um starfsemi sendiráðsins veitir starfsfólk.

Opnunartími: 9:00 - 16:00
Embassy of Iceland Washington D.C.
House of Sweden 2900K. Street N.W
Washington D.C. 20007
Tel.: 1-202-265-6653
Fax: 1-202-265-6656
E-Mail: icemb.wash@utn.stjr.is


View Larger Map

Video Gallery

View more videos