Íslendingar í Bandaríkjunum

Hér eru ýmsar upplýsingar um dvöl í Bandaríkunum.

Sendiráð Íslands í Washington D.C., leggur lið bæði þeim Íslendingum sem búsettir eru í umdæmislöndunum, námsmönnum og ferðamönnum. Aðstoð sendiráðsins getur verið með ýmsum hætti. Algengast er að fólk leiti til sendiráðsins vegna útgáfu vegabréfa, neyðarvegabréfa o.þ.h.

Það skal tekið fram að sendiráðið veitir enga fjárhagsaðstoð af nokkru tagi.

Allar upplýsingar um Bandríkin má finna á http://www.usa.com/

 

1. Ferðamenn / Dvalarleyfi
Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Bandaríkjana og mega dvelja í allt að þrjá mánuði (90 daga) „Visa Waiver Program“. (VWP) þurfa þeir að vera með „Electronic System for Travel Authorization“ ESTA, eða rafrænt ferða heimildar heimild. Nægir að framvísa vegabréfi og útprent af rafrænni heimild (ESTA FORM). https://esta.cbp.dhs.gov/esta/application.html?execution=e1s1   

Íslendingar geta eftir sem áður sótt um dvalarleyfi hjá Bandaríska sendiráðinu í Reykjavík.

http://iceland.usembassy.gov/2. Stofnun bankareiknings

Til að stofna bankareikning í Bandaríkjunum þar viðkomandi að vera með fast heimilisfang í Bandaríkjunum og Bandaríska kennitölu (SS#).

 • Nafn og tvö skilríki (t.d. vegabréf og ökuskírteini)
 • Staðfesting á heimilisfangi


og eftir atvikum:

 • I-94 kort
 • Visa fyrir nemendur I-20, DS-2019 eða I-797
 • Bréf frá skóla ef við á.

 


3. Húsnæði

 

Æskilegt er að ætla sér rúman tíma til að leita að húsnæði. Best er að vera á staðnum en mælt er með því að kynna sér markaðinn fyrirfram, t.d. á netinu.

Beðið er um eftirfarandi skjöl við undirskrift leigusamnings:

 • SS númer (Social Security Card) Bandarík kennitala.
 • Staðfesting á föstum tekjum
 • Staðfesting á bankareikning
 • Innbústrygging (hjá tryggingarfélagi)
 • Greiða þarf í flestum tilvikum allt að þrjá mán. fyrirfram
 • Oftast er beðið um ábyrgðarmenn
 • Námsmenn geta leitað aðstoðar hjá skóla.

4. Vegabréf

 

Hægt er að sækja um almennt íslenskt vegabréf í sendiráði Íslands í Washington, DC.  Nýtt vegabréf kostar, almennt gjald $109, skyndiútgáfa $215, börn yngri en 18 ára og einstæklingar eldri en 66 ára $50  fyrir almennt gjald og skyndiútgáfa $92, vegabréfin eru send til umsækjanda, frá vegabréfsútgáfu á Íslandi.

Einnig er hægt að sækja um nýtt vegabréf á Íslandi og í sendiráðum Íslands í Washington DC, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Lundúnum, Berlín og Peking, og Aðalræðismannaskrifstofu í NY. 

 

Sendiráð Íslands í Washington D.C., og ræðismenn http://www.iceland.is/iceland-abroad/us/wdc/islenska/um-sendiskrifstofu/raedismenn/ í umdæmislöndum sendiráðsins er ekki lengur framlengt gildistíma almennra íslenskra vegabréfa. Í brýndustu neyð getur sendiráðið og ræðismenn gefið út neyðarvegabréf.  Taka skal fram að neyðarvegabréf eru ekki ákjósanleg

ferðaskilríki.


 


5. Bandarísk ökuskírteini:

Íslendingar búsettir í Bandaríkjunum geta skipt íslenskum ökuskírteinum sínum yfir í Bandarískt  ökuskírteini. Íslensku ökuskírteini ber að skipta því yfir í Bandarískt ökuskírteini eigi síðar en hálfu ári (6 mán) eftir komudag. Nánar um afgreiðslu Bandarískra ökuskírteinis: http://www.usa.gov/Topics/Foreign-Visitors-Driving.shtml


6. Atvinnuleit

Íslendingar á atvinnuleysisbótum á Íslandi sem flytja til Bandaríkjanna eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum í Bandaríkunum. Fyrirtæki - atvinnurekendur í Bandaríkjunum geta sótt um visa fyrir Íslendinga sem þeir ráða í vinnu.  Meiri upplýsingar eru fáanlegar í Bandaríska sendiráðinu í Reykjavík

http://iceland.usembassy.gov/
7. Íslendingar í námi

Nemandi sem fær aðild í Bandaríska skóla fær visa I-20 frá skólanum.  Bandaríska sendiráðið sér síðan um að stimpla vegabréf námsmanns.


8. Skráning íslenskra barna sem eru fædd í Bandaríkjunum

 

Börn íslenska foreldra fædd í Bandaríkjunum eða börn fædd í blönduðu hjónabandi þarf að skrá fæðingu þess hjá Þjóðskrá á Íslandi. Viðkomandi fær Bandarískt fæðingarvottorð á fæðingarheimilinu og barninu er strax gefið nafn.
Upplýsingar um skráningu barns í íslenska þjóðskrá: http://www.skra.is/pages/1250

Athygli skal vakin á því að sækja þarf um ríkisborgararétt fyrir barn íslensks föður og erlendrar móður sem ekki eru í hjónabandi, á þar til gerðu eyðublaði hjá Útlendingastofnun. http://utl.is/images/Tilkynningbarnfaetterlendis.pdf

 


9. Gifting Íslendinga í Bandaríkunum

Íslendingar sem vilja gifta sig í Bandaríkunum þurfa:

 • Frumrit að fæðingarvottorði sem fæst hjá Þjóðskrá
 • Staðfesting á heimilisfangi (t.d. leigusamningur, síma- eða rafmagnsreikningur)
 • Staðfesting á að viðkomandi sé ógiftur - fæst hjá Þjóðskrá
 • Staðfesting á að viðkomandi sé leyfilegt að gifta sig samkvæmt íslenskum lögum
 • Gild skilríki (vegabréf, dvalarleyfi)
 • Hvert fylki fyrir sig er með mismunandi reglur um giftingu sjá hér: http://www.usmarriagelaws.com/marriage_licenses/


10. Viðskiptaþjónusta

Sendiráðið í Washington D.C., og viðskiptafulltrúinn í New York veita fjölbreytta þjónustu og má sem dæmi nefna:

 • Aðstoð við skipulagningu kynninga og ráðstefna
 • Afnot af fundarsal
 • Aðstoð við leit að umboðsaðilum
 • Skipulagning viðskiptaheimsókna
 • VUR á vettvangi – viðskiptafulltrúi fylgir fyrirtækjum á fund erlendra aðila

 

Viðskiptafulltrúa skrifstofa í NY. 

800 Third Avenue, 36th floor, New York NY 10022, -

Sími: 1 (646) 282 9360


 

 

11.  Flutningur til Íslands

Þegar fjölskylda eða einstaklingur flytur aftur til Íslands eftir að hafa búið erlendis þarf að huga að ýmsu.  Nánari upplýsingar má finna á vefsetrinu island.is.  
Video Gallery

View more videos