Íslensk Ameríska verslunarráðið

Íslensk Ameríska verslunarráðið var stofnað í New York árið 1986. Helsta markmið þess er að efla og treysta viðskiptatengsl á milli Íslands og Bandaríkjanna.

Helstu verkefni:

Standa að fundum og ráðstefnum um málefni er tengjast viðskiptum á milli landanna. Aðstoða við skipulagningu heimsókna aðila úr viðskiptalífi annars ríkisins til hins. Jafnframt að vaka yfir viðskiptalegum hagsmunum félaga sinna jafnt hjá bandarískum sem íslenskum stjórnvöldum.

Formaður ráðsins er Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Össur og varaformaður er Thor Thors, sem hefur starfsaðstöðu á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York. Framkvæmdastjóri er Hlynur Guðjónsson, viðskiptafulltrúi.

Video Gallery

View more videos