Um aðalræðisskrifstofuna

Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York var fyrsta íslenska sendiskrifstofan sem var opnuð eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð árið 1940. Meginhlutverk aðalræðisskrifstofunnar eru á sviði viðskiptamála á þessum stærsta og mikilvægasta neytendamarkaði í heimi. Skrifstofan sinnir einnig upplýsinga- og menningarmálum, ferðaþjónustu og hefðbundnum ræðisstörfum í fjórum fylkjum, New York, New Jersey, Connecticut og Rhode Island. Í umdæmi aðalræðisskrifstofunnar búa yfir 30 milljónir íbúa.

Aðalræðisskrifstofa Íslands sér einnig um framkvæmd Iceland Naturally markaðskynningarátakið í Norður-Ameríku í samstarfi við skrifstofu Ferðamálaráðs í New York.

Heimilisfang:  800 Third Avenue, 36th floor, New York NY 10022, -

Sími: 1 (646) 282 9360

Til að fá upplýsingar um starfsemi íslendingafélagsins eða láta skrá sig á tölvupóstlistann sendið póst á icecon.ny@mfa.isView Larger Map

Video Gallery

View more videos