Menning

Kynning á Íslandi og íslenskri menningu er mikilvægur þáttur í starfsemi aðalræðisskrifstofu Íslands í New York. Skrifstofan starfar náið með American Scandinavian Foundation að margvíslegum menningarmálum. Norræna húsið í New York sem opnað var árið 2000 og rekið er af American Scandinavian Foundation býður uppá nýja og spennandi möguleika á því að koma íslenskri menningu á framfæri í borginni. Á hverju ári eru íslenskar kvikmyndir teknar til sýningar í Norræna húsinu og einnig er þar góð aðstaða til fyrirlestra og tónleikahalds. Aðalræðisskrifstofan starfar einnig náið með öðrum norrænum aðalræðisskrifstofum að sameiginlegum verkefnum á sviði lista- og menningarmála.

Til að fá upplýsingar um starfsemi Íslendingafélagsins í New York eða láta skrá sig á tölvupóstlistann sendið póst á icecon.ny@mfa.is

Video Gallery

View more videos