Um fastanefndina

Permanent Mission, Office Location

Ríkisstjórn og utanríkisráðherra hverju sinni móta íslenska utanríkisstefnu og er það hlutverk fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum að framkvæma hana á vettvangi Sameinuðu þjóðanna samkvæmt fyrirmælum utanríkisráðuneytisins. Áherslur í starfi fastanefndar fara eftir þeim markmiðum, þeirri stefnu og þeim hagsmunamálum sem stjórnvöld hafa og vinna að á hverjum tíma gagnvart Sameinuðu þjóðunum.

Fastanefndin, eftir því sem við á, tekur þátt í umræðum í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum samtakanna í New York, með það að markmiði að hafa áhrif á stefnu, verkefni og stjórnun samtakanna í samræmi við stefnu Íslands í málefnum Sameinuðu þjóðanna.

Hlutverk fastanefndar er að vera tengiliður í samskiptum, upplýsa ráðuneytið um framvindu mála með reglulegum hætti og veita utanríkisráðuneytinu ráðgjöf um atkvæðagreiðslur á allsherjarþinginu. Fastanefndin starfar samkvæmt fyrirmælum ráðuneytisins meðal annars á grundvelli upplýsinga sem sendar eru ráðuneytinu um eðli máls og afstöðu annarra ríkja og greiðir atkvæði í nafni Íslands.

Permanent Mission of Iceland to the UN,
800 Third Avenue, 36th floor,
New York, N.Y. 10022, USA.
Tel. +1 (212) 593-2700.
Fax: +1 (212) 593-6269.
E-mail: unmission@mfa.isView Larger Map

Video Gallery

View more videos