Forseti Íslands ávarpar International Peace Academy í New York

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði Alþjóðlegu friðarakademíuna (International Peace Academy) í New York þann 6. september síðastliðinn. Yfirskrift ávarpsins, sem fjallaði um smáríki, var The Challenges and Opportunities of Small States: Economic Development, Climate Change and New Security Issues.

Fjöldi fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum sóttu fundinn, sem þótti takast mjög vel. Að loknu ávarpi sínu, svaraði forsetinn spurningum úr sal, í líflegri umræðu um stöðu smáríkja í heiminum í dag.

Talpunkta fyrir ávarp forsetans er hægt að nálgast á pdf-formi.

Heimasíða forseta Íslands.

Video Gallery

View more videos