Viðbúnaðarstig hækkað í Bretlandi

Í framhaldi af árásinni í Manchester að kvöldi 22. maí 2017 hefur viðbúnaður í Bretlandi verið settur á hæsta stig eða „critical“.

Almenningur er hvattur til að sýna árvekni og varkárni og virða tilmæli lögreglu og stjórnvalda.

Hægt er að fylgjast með tilkynningum breskra stjórnvalda hér: https://www.gov.uk/government/announcements

Upplýsingar um viðbúnaðarstig má finna hér: https://www.mi5.gov.uk/threat-levels

Neyðarnúmer fyrir lögreglu, sjúkraflutninga og slökkvilið er 999.

Í neyðartilfellum er einnig hægt að hafa samband við sendiráðið:

Embassy of Iceland
2A Hans Street
London SW1X 0JE
Sími: 0044 (0) 207 259 3999
Netfang: emb.london@mfa.is

Neyðarsími borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins utan skrifstofutíma: 00354 545 9900.

Video Gallery

View more videos