Vegna árásarinnar við breska þinghúsið í dag

Vegna árásarinnar við breska þinghúsið í dag hvetur sendiráðið til þess að farið verði alfarið eftir fyrirmælum lögreglu (Metropolitan Police). Mælst er til þess að almenningur haldi sig fjarri Parliament Square, Whitehall, Westminster Bridge, Lambeth Bridge, Victoria Street upp að gatnamótunum við Broadway og Victoria Embankment upp að Embankment neðanjarðarlestarstöðinni.

Sendiráðið biður Íslendinga á svæðinu að láta aðstandendur sína vita af sér.

Í neyðartilfellum hringið ávallt í bresku neyðarlínuna 999.

Fylgist með tilkynningum frá lögreglunni hér:

Twitter: https://twitter.com/metpoliceuk?lang=en-gb
Facebook: https://www.facebook.com/metpoliceuk/?fref=ts
Vefsíða: http://news.met.police.uk

Merkið ykkur örugg á Facebook hér: 
https://www.facebook.com/safetycheck/westminster-attack-mar22-2017

Video Gallery

View more videos