Icelandic Artist, Margret Gudnadottir, at Chelsea Craft Fair London 18-23 October 2005

Hönnun og listhandverk/ Design and crafts

Íslenskar spiladósir til sýnis í London/Icelandic Music-Boxes on show in London (further information in Icelandic only)

Margrét Guðnadóttir tekur þátt í Chelsea Crafts Fair í London

Margrét Guðnadóttir, ein af listakonum Kirsuberjatrésins í Reykjavík hefur verið valin til þátttöku í Chelsea Crafts Fair 2005, í London. Chelsea Crafts Fair er haldin ár hvert og er talin besta handverks- og listiðnaðarsýning Evrópu.

Sýningin hefur verið haldin frá 1979 og er þekkt fyrir gæðahandverk og fjölbreytta hönnun.

Chelsea Crafts Fair er í rauninni tvær sýningar haldnar hvor á eftir annarri. Sú fyrri mun standa frá 11.-16. okt. og sú seinni frá kl. 18.-23. okt. Á síðasta ári sóttu um 22.000 manns þess frábæru sýningu í London.

Umsækjendur eru oftast um þúsund manns og sérstök dómnefnd velur rúmlega tvö hundruð sýnendur úr þessum stóra hópi. Það eru því um eitt hundrað sýnendur á hvorri sýningu. Það þykir því mjög eftirsóknarvert að vera valin á þessa frægu sýningu, sem er fjölsóttur alþjóðlegur listviðburður. Margrét tekur þátt í seinni viku sýningarinnar 18.-23. október, og mun hún sýna spiladósir, töskur og körfur unnar úr pappír og tágum.

Spiladósir Margrétar með íslenskum þjóðlögum hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár.

Í tilefni þátttöku sinnar í Chelsea Crafts Fair hefur Margrét útvegað sér nokkur erlend lög í spiladósirnar svo sem Memories úr söngleiknum Cats, 5. sinfóníu Beethovens, Svanavatnið o.fl.

Margrét hefur verið ein af rekstraraðilum Kirsuberjatrésins, Vesturgötu 4, Reykjavík, frá upphafi.

Sýningin er haldin í Chelsea Old Town Hall , Kings Road í London og ættu Íslendingar staddir í London þessa daga ekki að láta listviðburð þennan fram hjá sér fara.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Guðnadóttir í síma 552 5703 eða 869 1299, eða í gegnum tölvupóst: korfur@isl.is

Upplýsingar um sýninguna:
www.craftscouncil.org.uk/chelsea2005/index.htm

Margrét Guðnadóttir
Margrét GuðnadóttirVideo Gallery

View more videos