Guðmundur Ingi sýnir með SHUNT hópnum

Dagana 6. til 9. maí kemur leikarinn og leikstjórinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson fram í leikverkinu “The Destruction of Experience: Klamm’s Dream” en verkið fjallar um síðustu daga rithöfundarins Franz Kafka.

Verkið samdi Mischa Twichin, einn af stofnendum SHUNT leikhópsins, en hann leikstýrir því einnig. Sýningar fara fram í húsnæði SHUNT leikhópsins í Lundúnum, sem er bar/skemmtistaður í nágrenni London Bridge.

Guðmundur Ingi hefur um árabil verið áberandi í íslensku leiklistarlífi og hóf nýverið nám í framkomulistum (e. Performance Making) við Goldsmiths University í Lundúnum.

SHUNT hópurinn er tíu manna hópur listamanna. Hann hefur um árabil verið rómaður fyrir framúrstefnulegar sýningar og þykir einn merkilegasti leikhópur Breta um þessar mundir.

Til þess að nálgast upplýsingar um miðasölu er fólki bent á heimasíðu SHUNT hópsins, www.shunt.co.uk .Video Gallery

View more videos