Alþingiskosningar 2007

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í sendiráði Íslands í London og er kosið á opnunartíma sendiráðsins 09:30 -16:00. Frekari upplýsingar má finna á www.kosning.is.  Kjósendum ber að sjá um sendingu atkvæðaseðils til Íslands.

Jafnframt er hægt að kjósa hjá ræðismönnum Íslands í Bretlandi og ræðismönnum í öðrum umdæmislöndum sendiráðsins og er upplýsingar um þá að finna á heimasíðu sendiráðsins undir Consulates eða Ræðisskrifstofur.

Nauðsynlegt er að kjósendur hafi samband við ræðisskrifstofur og fái tíma áður en atkvæðagreiðsla fer fram þannig að öruggt sé að kjörstjóri/ræðismaður sé á staðnum.

 Video Gallery

View more videos