Viðskiptaþjónusta

Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins er starfrækt í flestum sendiráðum Íslands til að efla samkeppnisstöðu og árangur íslenskra fyrirtækja í útrás. Þar er veitt þjónusta á borð við markaðsathuganir og leit að hugsanlegum samstarfsaðilum. Sendiráðin geta einnig aðstoðað við að koma á fundum og tengslum við mikilvæga viðskiptavini. Mörg sendiráðanna hafa fundaraðstöðu sem íslensk fyrirtæki geta notfært sér til slíkra funda.

Viðskiptafulltrúar VUR starfa innan flestra sendiráða Íslands, hafa greiðan aðgang að tengslaneti sendiráðanna og góða þekkingu á staðháttum. Geta þeir auðveldað aðgang að erlendum stjórnvöldum og opnað dyr að stærri viðskiptaaðilum. Viðskiptafulltrúinn vinnur fjölbreytt markaðstengd verkefni sem eru sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins. Verkefnin eru skilgreind í fyrirfram gerðum verksamningum.

Sendiráðið í London

Í London starfar Eyrún Hafsteinsdóttir sem aðstoðar-viðskiptafulltrúi. Svarar hún öllum almennum fyrirspurnum um viðskiptamál. Ef um sérhæfðari og viðameiri verkefni er að ræða eru gerðir verksamningar og hefur Andri Marteinsson hjá Útflutningsráði Íslands umsjón með gerð þeirra.

Sendiráðið veitir fjölbreytta þjónustu og má sem dæmi nefna eftirfarandi:

  • Aðstoð við skipulagningu kynninga og ráðstefna
  • Afnot af fundarsal
  • Leit að umboðsaðilum
  • Skipulagning viðskiptaheimsókna
  • VUR á vettvangi – viðskiptafulltrúi fylgir fyrirtækjum á fund erlendra aðila

Video Gallery

View more videos