Upplýsingar um fjarpróf

Námsmenn við íslenskar menntastofnanir geta sótt um að taka fjarpróf í sendiráðinu á virkum dögum milli 09:30-16:00.

Ferlið er eftirfarandi:

1. Námsmaður sendir próftökubeiðni til sendiráðsins á netfangið emb.london@mfa.is. Taka þarf fram fullt nafn námsmanns, kennitölu, heiti menntastofnunar og námsbrautar, dagsetningu og tímasetningu prófs.

2. Námsmaður sendir næst inn umsókn um fjarpróf til skólans eftir að hafa fengið svar frá sendiráðinu.

3. Skólinn upplýsir sendiráðið um að heimild sé veitt fyrir próftöku í sendiráðinu.

4. Námsmaður staðfestir viku fyrir próf að hann eða hún ætli að þreyta prófið.

5. Skólinn sendir sendiráðinu prófið a.m.k. einum virkum degi fyrir prófdag.

6. Námsmaður greiðir £3 póstburðargjald til sendiráðsins fyrir hvert próf. 

Annað:

- Framvísa verður persónuskilríkjum áður en próf hefst.

- Tilkynna ber forföll eins fljótt og auðið er til sendiráðsins.

- Námsmenn mega ekki yfirgefa prófstað fyrr en prófið á Íslandi er hafið (nema að um annað hafi verið samið við viðkomandi menntastofnun).

- Sendiráðið er ekki hannað fyrir próftökur og er ekki tryggt að þar sé hljótt vegna almennrar starfsemi í húsinu. Mælt er með því að námsmenn taki með sér eyrnatappa.

- Sendiráðið áskilur sér rétt til að hafna beiðnum um próftökur sökum anna tengdum reglubundinni starfsemi þess eða plássleysis.

Video Gallery

View more videos