Ökuskírteini

Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu (nú dómsmálaráðuneytinu) árið 2016 er íslenskum sendiskrifstofum óheimilt að taka á móti umsóknum um íslensk ökuskírteini ef viðkomandi Íslendingur er með fasta búsetu erlendis. Föst búseta miðast við að viðkomandi búi a.m.k. 185 daga á hverju almanaksári í viðkomandi landi. Undanskildir eru aðilar sem dvelja erlendis vegna tímabundinna verkefna eða náms (12. gr. tilsk. nr. 2006/126/EB).

Þetta stafar af því að umferðalögum var breytt í lok febrúar 2016. Inn í lögin komu ákvæði sem tiltekur að „föst búseta á Íslandi“ sé meðal þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla til að geta fengið útgefið íslenskt ökuskírteini. Íslendingar með fasta búsetu í Bretlandi verða því að sækja um breskt ökuskírteini.

Umsóknir um ökuskírteini hjá sendiráðinu fyrir Íslendinga með fasta búsetu á Íslandi eða dvelja í Bretlandi tímabundið:

Tekið er á móti umsækjendum um íslensk ökuskírteini alla virka daga og panta þarf tíma í síma 0207 259 3999 eða á netfangið emb.london@mfa.is.

Umsókninni þarf að fylgja svokallað kennispjald, sem útvega þarf frá Ríkislögreglustjóra. Nauðsynlegt er að hringja í sendiráðið fyrirfram, gefa upp nafn og íslenska kennitölu og biðja sendiráðið að útvega kennispjaldið. Fylla þarf út umsókn í sendiráðinu, koma með tvær nýlegar passamyndir í lit og greiða umsóknargjald. Umsækjendur sem nota gleraugu við aksturinn eru beðnir um að framvísa augnvottorði. Afgreiðslutími ökuskírteinis er um fjórar vikur.

Video Gallery

View more videos