Aðstoðarmál

Sendiráðið veitir Íslendingum sem eru búsettir í umdæmislöndum þess eða eru þar á ferðalagi aðstoð af ýmsu tagi. Sú aðstoð felst t.d. í útgáfu neyðarvegabréfa, leit að týndu fólki og aðstoðar í sifjamálum, s.s. í hjónaskilnaðar, barnsfaðernis- eða meðlagsmálum. Þá aðstoðar sendiráðið Íslendinga sem eru í nauðum staddir af ýmsum ástæðum, t.d. vegna veikinda, ölvunar eða fíkniefnanotkunar. Þá aðstoðar sendiráðið þá sem komast í kast við lögin og gista fangageymslur lögreglunnar.

Hægt er að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins utan opnunartíma sendiráðsins, en hún stendur vaktina allan sólarhringinn í síma +354 545 9900. Nánari upplýsingar um borgaraþjónustuna má finna hér.

Það skal tekið fram að sendiráðið veitir enga fjárhagsaðstoð af nokkru tagi.

Video Gallery

View more videos