Sjóður Egils Skallagrímssonar

Sjóður Egils Skallagrímssonar er styrktarsjóður í Bretlandi í vörslu sendiráðs Íslands. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenska menningu og listir á Bretlandseyjum en í því skyni veitir hann fjárstyrki. Fyrsti styrkurinn var veittur The Icelandic Take Away Theatre vegna sýningar þeirra á leikritinu "Sítrónusysturnar" á Edinborgarhátíðinni (fringe) 1997.

Styrkveiting fer fram í nóvember ár hvert. Styrkir eru almennt veittir á grundvelli listræns gildis og með hliðsjón af fjárþörf. Umsóknir verða að berast sendiráðinu í síðasta lagi 31. október. Tekið er á móti umsóknum sem berast bæði með venjulegum pósti (sjá heimilisfang fyrir neðan) og tölvupósti. Styrkþegar þurfa að skila stuttri greinargerð þegar verkefninu er lokið.


Embassy of Iceland
2A Hans Street 
London SW1X 0JE
Sími: +44 (0) 207 259 3999
Netfang: emb.london@mfa.is
 
Sjóðsstjórn skipa:
Stefán Haukur Jóhannesson, formaður
Guðrún Sveinbjarnardóttir
Gústaf Baldvinsson

Fyrri styrkhafar
Upplýsingar um fyrri styrkhafa má finna hér.

Fjármögnun sjóðsins
Sjóður Egils Skallagrímssonar er fjármagnaður með framlögum frá eftirtöldum íslenskum fyrirtækjum:
 
 
 
                                                             

                                                                 
                              

 

Video Gallery

View more videos