Vortónleikar Íslenska kórsins í London

Vortónleikar Íslenska kórsins í London verða haldnir sunnudaginn 19. maí næstkomandi kl. 16:00 í St. Mary's Church, Elsworthy Road, Primrose Hill NW3 3DJ.


Á dagskrá verða íslensk tónverk ásamt verkum eftir Thomas Dunhill, R. Hahn og Arnold Bax.

Rannveig Káradóttir sópran syngur með kórnum og Joy Boole klarinettuleikari kemur einnig fram.

Aðgangseyrir er £5 en ókeypis er fyrir börn yngri en 12 ára. Veitingar verða seldar í hléi.

Video Gallery

View more videos