Tónleikar Drengjakórs Reykjavíkur 13. júní

 

Drengjakór Reykjavíkur mun halda tónleika í dönsku kirkjunni við Regent’s Park miðvikudaginn 13. júní kl. 18:00. Á dagskrá verða að stórum hluta íslensk lög. Kórstjóri er Friðrik S. Kristinsson og meðleikari Lenka Mátéová.

Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakór Íslands  en í honum eru 35 drengir á aldrinum 8-15 ára og starfar hann við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Kórinn syngur að jafnaði einu sinni í mánuði í messu auk þess sem haldnir eru jóla- og vortónleikar. Þá kemur kórinn einnig fram við mörg önnur hátíðleg tækifæri, jafnt utan kirkju sem innan. Drengjakórinn tók þátt í klassískum tónleikum Frostrósa í Eldborgarsal Hörpu í desember síðastliðnum og í vetur fékk kórinn tækifæri til að taka þátt í tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem frumflutt var verk eftir Frank Denyer.

Annað hvert ár fer kórinn erlendis í tónleikaferðir, nú síðast 2010 til Bandaríkjanna þar sem Íslendingabyggðir í Norður-Dakóta voru heimsóttar en drengirnir voru sérstakir heiðurgestir á norrænni hátíð í Fargo auk þess sem þeir sungu fyrir Íslendinga í Minnesota.

Einkunnarorð kórsins eru „Syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar“. Þau eru lýsandi fyrir hið mikla uppeldislega gildi kórstarfsins. Í kórstarfi læra drengirnir að starfa saman, taka tillit til annarra og síðast en ekki síst fá þeir mikilsvert tónlistarlegt uppeldi, sem þeir búa að alla tíð bæði í leik og starfi.

Danska kirkjan
4 St. Katharine’s Precint
London NW1 4HH
Næsta jarðlestarstöð: Camden Town  

Video Gallery

View more videos