Starfsmannabreytingar hjá sendiráðinu

Vigdís Pálsdóttir, sendiráðsfulltrúi, hefur flutt heim til Íslands eftir átta ára starf hjá sendiráðinu í London. Hún starfaði einnig fyrir sendiráðið á árunum 1983-86. Vigdís mun setjast að í Borgarnesi þar sem hún ólst upp og mun halda áfram störfum hjá utanríkisþjónustunni á Íslandi. Rétt er að geta þess að Vigdís er lengst starfandi allra starfsmanna hjá utanríkisþjónustunni með um 40 ára starfsferil.

Sendiráðið færir Vigdísi bestu þakkir fyrir vel unnin störf og óskar henni góðs gengis með allt sem hún tekur sér fyrir hendur á komandi tímum.

Petrína Bachmann hefur tekið við stöðu Vigdísar í London. Petrína er einnig reynslumikill starfsmaður utanríkisþjónustunnar og hefur tvisvar áður gegnt störfum í sendiráði Íslands í London. Petrína er boðin hjartanlega velkomin til starfa.

Video Gallery

View more videos