Skákdagurinn 26. janúar

Fimmtudaginn 26. janúar n.k. verður skákdagurinn haldinn til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslands, sem á afmæli þennan dag. Þá verður teflt um allt landið og miðin, ungir sem aldnir, konur og karlar. Teflt verður í sundlaugunum, kaffihúsunum, grunnskólunum, vinnustöðunum. Það verður teflt um borð í skipum, á öldum ljósvakans og á netinu. Að Skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademía Reykjavíkur og Skákskóli Íslands, í samvinnu við taflfélög og fjölmarga aðila.

Sendiráð Íslands ætlar ekki að láta þetta tækifæri frá sér sleppa og boðar til skák-kvölds í sendiráðinu þann fimmtudaginn 26. janúar frá kl 18:00-21:00. Við vonumst til að Íslendingar í London dragi fram töflin og skák-klukkurnar og mæti. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Til að þetta auðvelda allan undirbúning er mikilvægt að áhugamenn um skákina láti vita af sér í netfanginu london.rsvp2@mfa.is. 

Skákin er þjóðaríþrótt Íslendinga og kjörorð skákhreyfingarinnar er: VIÐ ERUM EIN FJÖLSKYLDA. Við vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta, hvort heldur til að tefla eða hvetja þá sem etja kappi við skák-borðið.

Video Gallery

View more videos