Sigríður Ósk syngur í Foundling Museum í London

Sunnudaginn 4. mars munu þau Sigríður Ósk mezzósópran og James Southall píanisti halda 40 mínútna tónleika í Foundling Museum í London. Tónleikarnir hefjast kl. 15:00 og er aðgangseyrir 7,5 pund en 5 pund fyrir eldri borgara og nemendur.

Í dagskrá þeirra verða flutt verk eftir Grieg op.48, Sibelíus, Sjöberg og íslenskir þjóðsöngvar.

Meiri upplýsingar er að finna á heimasíðu Foundling Museum:

http://www.foundlingmuseum.org.uk/events/view/foundling-sunday-march/

Sigríður Ósk

Video Gallery

View more videos