Ólympíumót fatlaðra: Móttaka velferðarráðherra til heiðurs íþróttafólki

 

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, hélt móttöku í sendiráði Íslands í London til heiðurs íslenskra keppenda og aðstandenda þeirra á Ólympíumóti fatlaðra, sem fer fram dagana 29. ágúst – 9. september 2012. Íslensku keppendurnir eru fjórir talsins en það eru þau Kolbrún Alda Stefánsdóttir og Jón Margeir Sverrisson sem keppa í sundi og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Helgi Sveinsson sem keppa í frjálsum íþróttum. Nánari upplýsingar um keppendurna og dagskrá þeirra á Ólympíumótinu má finna á vefsíðu Íþróttasambands fatlaðra. Hægt er að nálgast myndir af móttökunni á facebooksíðu sendiráðsins.

Sendiráðið óskar þessum efnilega hópi íþróttamanna góðs gengis á Ólympíumótinu!

 

Video Gallery

View more videos