Ólafur Elíasson sýnir í Tate Modern

 

 

Listamaðurinn Ólafur Elíasson, Íslendingum sérstaklega kunnur fyrir hönnun sína á glerhjúpi Hörpu, er nú með sýningu á þriðju hæð Tate Modern safnsins sem nefnist „Little Sun“. Þar geta gestir fræðst um mikilvægi sólarorku og tekið þátt í að skapa graffítí verk með Little Sun lömpum. Lamparnir eru knúðir af sólarorku en Ólafur hannaði þá ásamt Frederik Ottesen fyrir einstaklinga með takmarkaðan aðgang að rafmagni en þeir telja nú um 1,6 milljarð af mannkyninu. Sérstök myrkvunarkvöld verða haldin í tengslum við sýninguna þar sem gestum býðst að skoða listaverk eingöngu með Little Sun lömpunum. Ólafur sýndi eftirminnilega verk sitt the Weather Project árið 2003 í Turbine sal Tate Modern.

Little Sun er opin til 23. september og myrkvunarkvöldin verða á laugardagskvöldum milli 22:15 til miðnættis til 8. september. Nánari upplýsingar um Little Sun verkefnið má finna á www.littlesun.com.


Mynd: Tómas Gíslason, 2012.

Video Gallery

View more videos