Myndasýning í sendiráði Íslands í London

Myndasýning með íslenskum landslagsmyndum er nú til sýnis í sendiráðinu. Sýningin ber nafnið „Two Degrees Off the Arctic Circle“ eða „tvær gráður frá heimskautsbaugnum“ og stendur hún til 28. september. Ljósmyndarinn Christos Koukelis tók myndirnar á mánaðarferðalagi um Ísland í boði Sambands Íslenskra Myndlistarmanna (SÍM) þar sem hann keyrði 1400 km um landið. Myndabók sem inniheldur 35 landslagsmyndir hefur einnig verið gefin út í tilefni af sýningunni.

Hægt er að sjá sýninguna með því að panta tíma í síma sendiráðsins: 545-7880 eða +44-20 7259 3999. 

Christos Koukelis starfar í London. Hann hefur sýnt verk sín á ýmsum sýningum í Bretlandi, Grikklandi, Japan og Bandaríkjunum. Hægt er að fræðast meira um Christos og myndir á heimasíðu hans.

Video Gallery

View more videos