Íslenskar heimildarmyndir á Sheffield Doc/Fest

Tveir fulltrúar frá Reykjavík Shorts&Docs Festival tóku í fyrsta skipti þátt í heimildarmyndahátíðinni Sheffield Doc/Fest sem haldin var dagana 13.-17. júní. Hátíðin er ein sú stærsta sem haldin er í Evrópu. Sendiráð Íslands í London studdi við móttöku sem haldin var 14. júní í tilefni af hátíðinni. Yfir 100 gestir mættu í móttökuna, þ.á m. starfsmenn BBC, ITV, Discovery Channel og National Geographic. Þar fengu viðstaddir tækifæri til að hitta íslensku fulltrúanna og ræða ný tækifæri í íslenskri kvikmyndagerð.

Íslensku myndirnar sem sýndar voru á Sheffield Doc/Fest voru Grandma Lo:fi The Basement Tapes of Sigríður Níelsdóttir og Heima, heimildarmynd um tónleikaferð Sigur Rósar á Íslandi 2006.

Til að fræðast meira um Sheffield Doc/Fest, smellið hér.

Video Gallery

View more videos