Íslendingar hittast á Dirty Dick's til að horfa á opnunarathöfn Ólympíuleikana

Íslendingar og Íslandsvinir ætla að fjölmenna á ölstofuna Young’s Dirty Dick’s föstudaginn 27. júlí kl. 20:00 til að horfa saman á opnunarhátíð Ólympíuleikanna! Útsendingin hefst kl. 21:00.

Dirty Dick’s verður samkomustaður Íslendinga á meðan Ólympíuleikunum stendur og hvetjum við sem flesta til að kíkja við og fagna þátttöku okkar fólks á leikunum.Vonast er til að hægt verði að sýna frá hluta af íþróttaviðburðum Íslendinga en við hvetjum alla til að fylgjast með Facebook- og heimasíðu sendiráðs Íslands í London.

Young’s Dirty Dick's er við hliðina á Liverpool Street lestarstöðinni (rétt fyrir ofan Spitalfields Market) en þaðan er einungis um 5-10 mín. lestarferð til Stratford þar sem Ólympíuþorpið er staðsett.

Dirty Dick’s
202 Bishopsgate
London EC2M 4NR (kort)

Áfram Ísland!

 

Dirty Dick‘s var stofnaður árið 1745 og hefur því langa sögu að baki.  Nafnið er dregið af Nathaniel „Richard“ Bentley, eiganda staðarins um aldamótin 1800. Richard, kallaður Dick, hætti að þrífa staðinn eftir að unnusta hans lést. Staðurinn er þó hreinn í dag.

Rithöfundurinn Charles Dickens er sagður hafa notað ölstofuna sem fyrirmynd í hinni frægu skáldsögu sinni, „Great Expectations“ en einnig í ljóðinu „Household Words“ þar sem segir:

In a dirty old house lived a Dirty Old Man.

Soap, towels or brushes were not in his plan;

For forty long years as the neighbours declared,

His house never once had been cleaned or repaired.

Hægt er að fræðast meira um þessa merku ölstofu á heimasíðu hennar hér.

Video Gallery

View more videos