Gerður Kristný mun lesa ljóð á Parnassus ljóðahátíðinni

Gerður Kristný rithöfundur og ljóðskáld mun lesa ljóð sín á Parnassus ljóðahátíðinni sem hefst 26. júní en Gerður mun flytja ljóð sín þann 27. júní. Á hátíðinni koma fram heimsþekkt ljóðskáld, rapparar, söngvarar og sagnaþulir en þetta verður stærsta ljóðahátíð sem haldin hefur verið í Bretlandi.

Gerður Kristný hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín, t.a.m. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir skáldsöguna Bátur með segli og allt, Bókaverðlaun barnanna 2003 fyrir söguna Marta smarta, Blaðamannaverðlaun Íslands 2005 fyrir bókina Myndin af pabba - Saga Thelmu og Íslensku bókmenntaverðlaunin 2010 fyrir ljóðabókina Blóðhófnir sem gefa á út í Bretlandi um miðjan júní mánuð.

Meiri upplýsingar á ensku um Parnassus ljóðahátíðina er að finna hér.

Gerður Kristný

 

 

Video Gallery

View more videos