Alþingiskosningar 2017: Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 28. október 2017 hefst í sendiráðinu í dag, þann 20. september.

Hvar og hvenær er hægt að kjósa í Bretlandi?
Hjá sendiráði Íslands í London alla virka daga milli kl. 09:30 - 16:00 og á sérstökum opnunartímum þriðjudaginn 17. október kl. 09:30 - 20:00 og laugardaginn 21. október kl. 13:00 - 16:00. Síðasti dagur til að kjósa í sendiráðinu er föstudagurinn 27. október.

Hjá ræðismönnum Íslands með því að panta tíma hjá þeim fyrirfram. Sjá nánari upplýsingar um ræðismenn Íslands hér.

Kjósendur eru beðnir um að framvísa gildum íslenskum persónuskilríkjum með mynd, þ.e. vegabréfi eða ökuskírteini.

Íslendingar búsettir erlendis - hverjir eiga kosningarétt?
Íslenskir ríkisborgarar, sem fluttu lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2008 og misst hafa kosningarétt sinn, geta sótt sérstaklega um að verða teknir á kjörskrá. Umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi 11. október 2017 og þarf að fylla út eyðublað sem má finna hér.

Íslenskir ríkisborgarar eiga kosningarétt, sem fluttu lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2008 en sóttu um að verða teknir á kjörskrá hjá Þjóðskrá Íslands fyrir 1. desember 2016. Slík skráning gildir í fjögur ár.

Íslenskir ríkisborgarar, sem fluttu lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2008 og hafa náð 18 ára aldri á kjördegi, hafa sjálfkrafa kosningarétt á Íslandi og eru á kjörskrá.

Hægt er að kanna hvort einstaklingur er á kjörskrá hér.

Framboð og listabókstafir
Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Upplýsingar um listabókstafi má finna hér.

Sending atkvæða sem greidd eru utan kjörfundar erlendis
Kjósendur á erlendri grundu bera sjálfir ábyrgð á því að póstleggja atkvæðum sínum eða koma þeim á annan hátt til skila í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi, þ.e. fyrir eða í síðasta lagi laugardaginn 28. október. Síðasti dagur til að kjósa í sendiráðinu er föstudagurinn 27. október.

Upplýsingar um kosningarnar og atkvæðagreiðslu utankjörfundar má finna á www.kosning.is

Information in English here.


 

Frétt fyrst birt 20.09.2017

 

Video Gallery

View more videos