Vel heppnuð kynning á skyri í Stokkhólmi / Väl lyckat lansering av Skyr i Sverige

Tæplega 200 manns mættu þegar skyri var hleypt af stokkunum í Svíþjóð í gærkvöldi.  Matvælafyrirtækið Kavli stóð fyrir markaðskynningu á skyri í “So Stockholm Galleri” við Kungsträdgården í miðborg Stokkhólms.  Þar gafst gestum tækifæri til þess að smakka á skyrinu, dást að íslenskum hestum, gæða sér á hangikjöti, harðfiski og íslensku sælgæti; teiga bjór frá Ölvisholti og dreypa á íslensku brennivíni.  Sendiherra Íslands í Svíþjóð, Gunnar Gunnarsson, flutti ávarp í upphafi kynningarinnar. 

Skyrinu, sem framleitt er af Q meieriene í Noregi, skv. uppskrift og í samstarfi við Mjólkursamsöluna, verður dreift af matvælafyrirtækinu Kavli.  Skyrið, sem selt er undir nafninu “Skyr – Isländsk yoghurt” verður innan skamms fáanlegt í öllum helstu matvöruverslunum landsins.  Til að byrja með verður boðið upp á fjórar bragðtegundir.  

Fín stemning var á kynningunni og þrátt fyrir “ekta íslenskt veður” – rok og rigningu – var þátttaka vonum framar.

Í morgun var haldin kynning fyrir fjölmiðla, á sama stað.  Þar var sendiherra Íslands mættur til leiks og hélt stutt ávarp í upphafi kynningarinnar.

Bæði forstjóri og stjórnarformaður Mjólkusamsölunnar voru viðstaddir báðar kynningarnar.  Einnig voru viðstaddir forstöðumenn og markaðsstjórar Q meieriene og Kavli.  Sendiráðið kom að kynningu þessari með viðveru sendiherra, ráðgjöf ýmiskonar svo og aðstoð við að koma boðum út til íslenska samfélagsins og annarra markhópa í Svíþjóð.

Óhætt er að fullyrða að þessi kynning á skyri gaf jákvæða og góða mynd af íslenskri matvöru og Íslandi almennt.

 

 


Isländska mejeriprodukten Skyr lanserades i Sverige i tisdags av livsmedelsföretaget Kavli.  Islands ambassadör Gunnar Gunnarsson närvarade tillställningen.   Om ett par veckor börjar försäljningen i Sverige.  Till att börja med kommer det att finnas 4 smaker.  Närmare information hos Q meieriene och Kavli

 

Video Gallery

View more videos