Umsókn íslensks ríkisborgara um að verða tekinn á kjörskrá

Þeir íslensku ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda og hafa búið þar lengur en 8 ár, geta sótt um að verða teknir á kjörskrá við kosningar til Alþingis, kjör forseta Íslands og þjóðaratkvæðagreiðslur. Þurfa þeir að sækja um hjá Þjóðskrá Íslands fyrir 1. desember ár hvert. Verði umsækjandi tekinn á kjörskrá gildir sú ákvörðun í 4 ár frá 1. desember næstum eftir að umsókn var lögð fram. Umsókn fyrir næsta ár verður því að hafa borist Þjóðskrá Íslands (ekki sendiráði eða ræðismannsskrifstofu) fyrir 1. desember 2012.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er hægt að nálgast hér.

Video Gallery

View more videos