Staða staðarráðins starfsmanns við sendiráð Íslands í Stokkhólmi laus til umsóknar

Sendiráð Íslands í Stokkhólmi vinnur að því að gæta hagsmuna Íslands og Íslendinga ásamt því að efla tengsl Íslands og Svíþjóðar. Sendiráðið er auk þess sendiráð Íslands gagnvart Albaníu, Kúveit, Kýpur og Sýrlandi.

 Helstu verkefni staðarráðins starfsmanns

·    Almenn skrifstofustörf, svo sem símsvörun, skjalavarsla, svörun almennra fyrirspurna bæði munnlega og skriflega, móttaka gesta og upplýsingagjöf á vefsíðu og samfélagsmiðlum sendiráðsins.

·    Þjónusta við Íslendinga í Svíþjóð og í öðrum umdæmislöndum sendiráðsins, s.s. vegna umsókna um vegabréf og fleira.

·    Aðstoð við ýmis verkefni og viðburði á vegum sendiráðsins, t.d. á sviði menningar- og viðskiptamála og almennra kynningarmála.   

Unnið er náið með utanríkisráðuneytinu og, eftir atvikum, opinberum stofnunum á Íslandi og kjörræðismönnum Íslands. Samskipti eru við opinberar stofnanir í Svíþjóð og í öðrum umdæmislöndum sendiráðsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

·    Grunnháskólagráða sem nýtist í starfi.

·    Gott vald á íslensku og sænsku í ræðu og riti, ásamt góðri enskukunnáttu.

·    Góð tölvukunnátta, Word, Excel, Power Point.

·    Góð þekking á opinberum stofnunum, menningu og samfélagi í Svíþjóð og á Íslandi.

Leitað er að einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum, hefur ríka þjónustulund og getur unnið undir álagi. Viðkomandi þarf að vera nákvæmur og skipulagður. Gerð er krafa um að viðkomandi hafi ökuréttindi og geti sinnt akstri fyrir sendiráðið.

Starfskjör staðarráðins starfsmanns eru samkvæmt sænskum reglum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2017. Frekari upplýsingar veitir Bryndís Kjartansdóttir í síma (+46) 4428300. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið stockholm@mfa.is. Umsóknir á íslensku eða sænsku ásamt ferilskrá skulu berast sendiráði Íslands í Stokkhólmi fyrir 25. nóvember 2016 á netfangið stockholm@mfa.is.  

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

 

Ledig tjänst som lokalt anställd konsulent vid Islands ambassad i Stockholm

Islands ambassad arbetar med att tillvarata Islands och Islänningars intressen och främja relationerna mellan Island och Sverige. Ambassaden är dessutom ackrediterad till Albanien, Cypern, Kuwait och Syrien.

Konsulentens huvudsakliga ansvarsområden

 ·    Kontorsstöd, svara i telefonväxel, arkivering, besvara frågor skriftligt och muntligt, ta emot gäster, förmedla information på hemsidan och i sociala medier.

·    Bistånd till isländska medborgare i Sverige och i ambassadens ackrediteringsländer, bl.a. i samband med passansökan.

·    Projektarbete, bl.a. gällande kultur, handel och allmän profilering av Island.

Ambassaden samarbetar tätt med utrikesdepartementet och offentliga institutioner på Island och med Islands honnörkonsuler i Sverige. Anställningen innebär även kommunikation med offentliga institutioner i Sverige och ambassadens ackrediteringsländer.

Utbildnings- och kvalifikationskrav

·    Minst treårig relevant utbildning från högskola/universitet.

·    Utmärkt muntlig och skriftlig kommunikation på svenska och isländska samt goda kunnskaper i engelska.

·    Goda datorkunskaper; Word, Excel, Power Point.

·    Ansenlig kännedom till offentliga institutioner, kultur och samhälle på Island och i Sverige.

Ambassaden söker en person med bra samarbetsförmåga, serviceinställning och förmåga att hantera hektiska arbetssituationer. Personen skall vara noggrann och strukturerad. Körkort erfordras då personen emellanåt förväntas kunna köra ambassadens bil.

Medarbetaren anställs på svenska anställningsvillkor. Tjänsten tillsätts från 1 februari 2017, eller enligt överenskommelse. Ytterligare information kan erhållas från Ministerråd Bryndís Kjartansdóttir på telefon (+46) 442 8300. Frågor kan även skickas via e-post till stockholm@mfa.is. Ansökan på isländska eller svenska skickas med CV till stockholm@mfa.is senast 25 november 2016.

Alla ansökningar besvaras när tjänsten är tillsatt.

 

 

 

 

Video Gallery

View more videos