Hin árlega bókamessa í Gautaborg fer fram dagana 27-30. september 2012/ Bok och biblioteksmässan i Göteborg den 27-30 september 2012

Hin árlega bókamessa í Gautaborg fer fram dagana 27-30. september. Norrænt samstarf er 60 ára um þessar mundir og verður þess minnst í samtölum og umræðum um Norðurlönd frá mörgum sjónarhornum. Verður á fjórum dögum boðið upp á 398 málstofur en gert er ráð fyrir 810 þátttakanda frá 21 landi. Þeir íslensku rithöfundar sem munu taka þátt í bókamessunni eru Ragnar "Rax" Axelsson, Hugleikur Dagsson, Áslaug Jónsdóttir, Gerður Kristný, Einar Már Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir og Sjón.

Þá verða margir norrænir ráðherrar viðstaddir þegar sýningin verður opnuð fimmtudaginn 27. september kl. 11.00 í V-höllinni á sýningarsvæðinu Svenska Mässan í Gautaborg. Þátttakendur eru m.a. menningarmálaráðherrarnir Anniken Huitfeldt, Noregi, Lena Adelsohn Liljeroth, Svíþjóð, Katrín Jakobsdóttir, Íslandi, Johan Ehn, Álandseyjum, Bjørn Kalsø, Færeyjum, ásamt samstarfsráðherrum Noregs og Danmerkur, þeim Rigmor Aasrud og Manu Sareen.  

Frekari upplýsingar um bókamessuna má finna hér.

Dagskrá bókamessunnar 


 

Den 27-30 september 2012 står Norden och den nordiska litteraturen i fokus på Bok och biblioteksmässan i Göteborg. Totalt består årets seminarieprogram av inte mindre än 398 seminarier med 810 medverkande från 21 länder.

Många nordiska ministrar kommer att närvara när årets mässa invigs torsdag 27 september kl 11.00 i V-hallen på Svenska Mässan i Göteborg. Medverkande: kulturministrarna Anniken Huitfeldt, Norge, Lena Adelsohn Liljeroth, Sverige, Katrin Jakobsdottir, Island, Johan Ehn, Åland, Björn Kalsø, Färöarna, samt Norges och Danmarks samarbetsministrar Rigmor Aasrud och Manu Sareen.  

Mer information om bokmässan hittar du här.

Seminarieprogrammet

Video Gallery

View more videos