Fermingarfræðsla Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð - Skráning

Sendiráðið hefur verið beðið um að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård 23.-25. sept. Unglingar koma á mótið víðs vegar að úr Svíþjóð. Við hittumst á brautarstöðinni í Gautaborg og förum með rútu til Åh stiftgård sem er 70 km fyrir norðan Gautaborg.

Á fermingarmótinu gefst tækifæri til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á mótinu samtvinnum við nám, leik og skemmtilega samveru. Það koma einnig unglingar frá Noregi og Danmörku, samtals verðum við kannski um 40 unglingar og 6 fullorðnir.

Fræðslan heldur áfram eftir fermingarmótið með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur og skila verkefnum með tölvupósti. Að vori hittist hópurinn að nýju á sama stað, helgina 11 – 13. maí 2012. Það er valfrjálst hvort ferming fari fram í Svíþjóð eða heima á Íslandi.

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu í vetur þurfa að skrá sig fyrir 15. ágúst. Vinsamlega hafið samband á kirkjan@telia.com og þá fáið þið skráningarblað sent. Einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá Ágústi Einarssyni, presti Íslendinga í Svíþjóð, í síma 0702863969.

 

 

Video Gallery

View more videos