Alþingiskosningar 2017: Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 28. október 2017 er hafin í sendiráði Íslands í Stokkhólmi.

Tekið er á móti kjósendum á eftirfarandi tímum:
Alla virka daga frá klukkan 9:30 til 15:30
Sérstakur opnunartími fimmtudaginn 19. október: 9:30 til 20:00 sem og laugardaginn 21. október frá klukkan 11:00 til 14:00.

Kjósendur eru beðnir að framvísa persónuskilríkjum með mynd.


Einnig verður hægt að kjósa hjá ræðismönnum Íslands í Gautaborg, Malmö, Karlstad og Umeå. Sjá nánari upplýsingar utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá ræðismönnum Íslands í Svíþjóð neðst á síðunni.

Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Stjórnmálaflokkar hafa til 13. október til að skila framboðslistum til kjörnefndar og verða upplýsingar birtar um þá í kjölfarið. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verða birtar á www.kosning.is.


Athugið að kjósandi annast sjálfur og kostar sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóri kemur þó bréfinu í póst sé þess óskað svo fremi sem greitt hafi verið fyrir sendingarkostnaðinn. Bréfið þarf að berast til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi fyrir eða í síðasta lagi laugardaginn 28. október. Síðasti dagur til að kjósa í sendiráðinu er föstudagurinn 27. október.

Þeir Íslendingar sem hafa búið erlendis lengur en frá 1. desember 2008 og ekki eru á kjörskrá þurfa að sækja sérstaklega um að þeir verði teknir á kjörskrá. Umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá í síðasta lagi 11. október 2017. Eyðublað vegna þessa má nálgast hér.

Ákvörðun um að vera tekinn á kjörskrá gildir í fjögur ár frá 1. desember eftir að umókn var lögð fram.

UPPLÝSINGAR UPPFÆRÐAR 16. OKTÓBER 2017.

------

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá ræðismönnum Íslands í Svíþjóð:

Gautaborg:
Christina Nilroth, aðalræðismaður
Brewhouse, Åvägen 24

412 51 Göteborg

Sími: +46 (0) 70 570 4058

Netfang: christina.nilroth@telia.com

Tími: Eftir samkomulagi eða á eftirfarandi dögum
Laugardaginn 14. október kl. 12.00 – 15.00 í Västra Frölunda Församlingshem við hliðina á Frölunda Kyrka. Heimilisfang: Frölunda kyrkogata 2.
Föstudaginn 20. október kl. 09.30 – 12.30 í Brewhouse, Åvägen 24 í Gårda. Farið inn um aðalinngang og skiltum fylgt.
Sunnudaginn 22. oktober kl. 14.00 – 17.00 í Västra Frölunda Församlingshem við hliðina á Frölunda Kyrka. Heimilisfang: Frölunda kyrkogata 2.

-

Karlstad:
Madeleine Ströje Wilkens, ræðismaður
Bärstavägen 22

663 41 Karlstad / Hammarö

Sími: +46 (054) 150 251 og (0)73 590 0044
Netfang: mstroje5@gmail.com

Tími: Hægt verður að kjósa hjá ræðismanni Íslands í Karlstad til og með 17. október, eftir samkomulagi (hafið samband).

-

Malmö:
Ingibjörg Benediktsdóttir, ræðismaður
Brädgårdsvägen 28, 2 tr
236 32 Höllviken

Sími: +46 (0)40 300 434, (0)705 451 127
Netfang: ingaben@mac.com  

Tími: Eftir samkomulagi (hafið samband) og laugardaginn 21. október frá kl. 11:00 til 14:00

-

Umeå:
Per-Erik Risberg
, ræðismaður
Bondegatan 16

SE-904 21 Umeå

Sími: +46 (0)70 581 2047
Netfang: per-erik.risberg@telia.com  

Tími: Eftir samkomulagi (hafið samband)
 

Video Gallery

View more videos