Um sendiráðið

Til þjónustu reiðubúin

Sendiráð Íslands í Stokkhólmi er opinber fulltrúi Íslands í Svíþjóð en stjórnmálasamband milli Íslands og Svíþjóðar var stofnað 27. júlí 1940. Þá er sendiráðið einnig sendiráð Íslands gagnvart Albaníu og Kúveit. Umfram allt er sendiráðið þjónustustofnun.

Aðalverkefni sendiráðsins eru:

  • Að fara með íslenska hagsmuni gagnvart sænskum stjórnvöldum og stjórnvöldum umdæmislandanna
  • Að vera fulltrúi Íslands í þeim löndum sem nefnd voru
  • Að annast þjónustu við Íslendinga í Svíþjóð og umdæmislöndum eftir því sem þörf krefur
  • Að auka útflutning vöru og þjónustu til Svíþjóðar og stuðla almennt að auknum viðskiptum landanna allra og Íslands
  • Að auka menningarsamskipti landanna og koma íslenskri menningu á framfæri í Svíþjóð og í umdæmislöndunum
  • Að skipuleggja og viðhalda ræðismannatengslum við Íslands í löndunum
  • Að miðla hvers konar upplýsingum um Ísland

Ræðismenn í umdæmislöndum sendiráðsins eru átta talsins, fimm í Svíþjóð, einna á Kýpur, einn í Albaníu og einn í Sýrlandi.

Afgreiðslutími sendiráðsins er frá kl. 9:30 til 15:30 (mán.-fös.)

Heimilisfang:
Islands ambassad
Kommendörsgatan 35
114 58 Stockholm

Sími: +46 (0) 8 442 8300

Fax: +46 (0) 8 660 7423
Netfang: stockholm@mfa.is

 View Larger Map

Video Gallery

View more videos