Umsókn vegabréfa

Afgreiðslutími fyrir vegabréf í sendiráði Íslands í Stokkhólmi er frá 10-15:30 alla virka daga.

Athugið: Frá og með oktbóer 2017 er framleiðslutími vegabréfa 4 virkir dagar. Þar að auki getur það tekið um 3-5 daga að fá vegabréfin send með pósti. Ef frídagur er á tímabilinu þá lengist tíminn sem því nemur. Því mælum við með því að Íslendingar í Svíþjóð sæki um vegabréf minnst tveimur vikum áður en það skal notað.

Vinsamlegast pantið tíma hjá sendiráðinu fyrirfram í síma 08 442 8300 eða með því að senda tölvupóst á stockholm@mfa.is með upplýsingum um nafn og símanúmer auk þess hvaða dag/tíma óskað er eftir.

Þegar sótt er um vegabréf þarf viðkomandi að mæta með eldra vegabréf. Sjá upplýsingar hér fyrir neðan um sérstakar reglur fyrir 18 ára og yngri. Mælst er til þess að umsækjendur hafi í huga að frágangur umsóknar og myndataka getur tekið nokkra stund. 

Vakin er athygli á að ræðismenn geta ekki lengur tekið við umsóknum um vegabréf en geta eftir sem áður haft milligöngu um útgáfu neyðarvegabréfa í sérstökum neyðartilfellum.

 

18-66 ÁRA:

Passa teg.

Afhending 

Verð

Vegabréf

Ca 9-12 d. 

987

Skyndiútgáfa

Ca 3-5 d.

1.949

Neyðarvbr.

sótt

497

Ökuskirteini

4-5 vikur

473

 

 

 

 

 

 

AÐRIR:

Passa teg.

Afhending 

Verð

Vegabréf

Ca 9-12.

449

Skyndiútgáfa

Ca 3-5 d.

882

Neyðarvbr.

sótt

225

Ökuskirteini

3-5 vikur

132

 

 

 

 

 

 

 

Vegabréfaumsóknir barna

Við vegabréfaumsóknir 18 ára og yngri er þess krafist að báðir foreldrar eða forráðamenn komi í sendiráðið með barnið og veiti samþykki með undirskrift á fylgiskjali. Skjal það má finna hér. Ef annar forsjármaður barns getur ekki mætt skal hann rita samþykki sitt á skjalið sem þá þarf vottun tveggja einstaklinga eldri en 18 ára. Foreldrar eða forráðamenn þurfa að framvísa persónuskilríkjum. Til að geta sótt um vegabréf þurfa börn sem fædd eru erlendis að vera komin með kennitöluskráningu hjá Þjóðskrá Íslands. Framvísa þarf fæðingarvottorði barns (personbevis) hafi barnið ekki áður fengið útgefið íslenskt vegabréf.

Afhending vegabréfa

Vegabréfin eru framleidd á Íslandi og póstsend til umsækjanda. Sama gildir um vegabréf sem sótt er um á Íslandi. Athugið þó að til þess að fá vegabréf sent í pósti þarf að láta ógilda eldra vegabréf. Öðrum kosti er hægt að láta senda nýtt vegabréf í sendiráðið í Stokkhólmi en þá verður eldra vegabréf gert ógilt samhliða því sem nýtt vegabréf er afhent. Vegabréfin eru ekki send í ábyrgðarpósti.

Neyðarvegabréf

Í brýnustu neyð getur sendiráðið gefið út neyðarvegabréf. Neyðarvegabréf eru einungis gefin út gefist umsækjanda ekki tími til að sækja um venjulegt vegabréf með hraðafgreiðslu í sendiráðinu. Tekið skal fram að neyðarvegabréf eru ekki ákjósanleg ferðaskilríki.

Hafi eldra vegabréf glatast þarf greinargerð, og mögulega lögreglusýrsla, þar að lútandi að fylgja umsókn.

VEGABRÉF SEM HAFA VERIÐ FRAMLENGD TELJAST EKKI GILD FERÐSKILRÍKI FRÁ 24. NÓVEMBER 2015. Nánari upplýsingar um þetta má finna á heimasíðu Þjóðskrár.

Nafnabreytingar

Hafi umsækjandi tekið upp nýtt eftirnafn eða breytt nafni sínu á annan hátt þarf að vera búið að ganga frá tilkynningu um slíkt til Þjóðskrár á Íslandi áður en sótt er um vegbréf http://www3.fmr.is/

Norrænir ríkisborgarar

Í ljósi samkomulags um norrænt vegabréfafrelsi, má líta svo á að vegabréf séu ekki nauðsynleg í ferðum milli Norðurlandanna og því ættu önnur persónuskilríki að duga samkvæmt því. Það er þó mælt með því að íslenskir ríkisborgarar hafi ávallt vegabréf meðferðis þegar ferðast er þar sem vegabréf eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin. Ökuskírteini sýnir t.d. ekki fram á íslenskt ríkisfang. Athugið einnig að flugfélög krefjast oft vegabréfs við innritun í flug.

Vegabréfsáritanir 

Upplýsingar um vegabréfsáritanir fyrir íslenska ferðamenn má finna á heimasíðu Utanríkisráðuneytisins.

 

Video Gallery

View more videos