Umsóknir um endurnýjun ökuskírteinis

Þeir sem eiga lögheimili á Íslandi geta sótt um endurnýjun á íslensku ökuskírteini í sendiráðinu í Stokkhólmi.

Þeir sem eiga lögheimili í Svíþjóð geta ekki sótt um endurnýjun á íslensku ökuskírteini en geta þó sótt um að fá sænskt ökuskírteini þess í stað. Séu ökuréttindi viðkomandi á Íslandi enn í gildi þarf viðkomandi ekki að taka próf til að öðlast sænskt ökuskírteini. Nánari upplýsingar veitir Transportstyrelsen.

Vinsamlegast pantið tíma hjá sendiráðinu fyrirfram í síma 08 442 8300.

Umsókninni þarf að fylgja svokallað kennispjald sem útvega þarf frá Ríkislögreglustjóra. Best er að hringja fyrirfram, gefa upp nafn og íslenska kennitölu og biðja sendiráðið að útvega kennispjaldið. Fylla þarf út umsókn í sendiráðinu, koma með eina passamynd og greiða með reiðufé eða greiðslukortiSé umsækjandi með meirapróf, þarf viðkomandi að sækja sér læknisvottorð hjá sínum heimilislækni áður en komið er í sendiráðið að sækja um nýtt ökuskirteini. 

 

Nánari upplýsingar um endurnýjun ökuskírteinis má finna á heimasíðu Sýslumanna.

Almenn endurnýjun ökuskírteinis tekur um 5 vikur og kostar 381,- SEK.

Íslensk ökuskírteini eru gild í Svíþjóð.

Video Gallery

View more videos