Þjóðminjasafn Íslands 150 ára

Af tilefni þess að Þjóðminjasafn Íslands verður 150 ára þann 24. febrúar næstkomandi stendur Lýðháskólinn í Kaupmannahöfn fyrir málþingi í byrjun mars. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafni Dana, Ny Vestergade 10 í Kaupmannahöfn, dagana 1.-3. mars frá klukkan 12:15-16:00. Þátttökugjald er 800 danska krónur.

Frú Vigdís Finnbogadóttir mun flytja ávarp ásamt Per Kristian Madsen, safnstjóra Dana. Þá mun m.a. Safnstjóri Þjóðminjasafns Íslands, Margrét Hallgrímsdóttir vera með erindi ásamt fleiri Íslendingum, Svíum og Dönum. Nánari upplýsingar um málþingið og skráningu má nálgast á meðfylgjandi síðum:

Heimasíða Þjóðminjasafns Íslands

Málþing og skráning

Afmælisdagskrá

Video Gallery

View more videos