Sigga Heimis með sýningu í Stokkhólmi

Sýning á glerlíffærum íslenska hönnuðarins Siggu Heimis hófst í Designgalleriet í Stokkhólmi í dag og stendur til 15. nóvember næstkomandi. 


Glerlíffærin eru unnin í samstarfi við hið virta glerlistasafn Corning Museum of Glass (CMOG) í New York. Samvinna Siggu Heimis og CMOG vegna verksins hófst fyrst árið 2007 en glerlíffærin miða að því að efla umræðu og fræðslu um líffæragjöf. Síðan þá hefur aukist í safnið og er þar nú m.a. að finna stór augu, hjörtu, heila og blóðkorn. 

Nánari upplýsingar um sýningu Siggu í Stokkhólmi má finna á heimasíðu Designgalleriet:
http://www.designgalleriet.com/

Video Gallery

View more videos