Nýr kjörræðismaður í Gautaborg

Christina Nilroth, vararæðismaður Íslands í Gautaborg, hefur frá og með 1. október verið skipuð ræðismaður Íslands í Gautaborg. Christina tekur við af Bertil Falck sem gengt hefur starfinu frá árinu 1993 en lætur nú af störfum fyrir aldurssakir.

Sendiráð Íslands þakkar Bertil Falck fyrir vel unnin störf og býður jafnframt nýjan ræðismann velkominn til starfa.

Nánari upplýsingar um Christinu Nilroth er að finna á heimasíðu sendiráðsins.

Video Gallery

View more videos