ISLEX netorðabókin

 

 

ISLEX er orðabókarverk sem er unnið á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í samstarfi við háskóla- og rannsóknarstofnanir á Norðurlöndum: Det Danske Sprog- og Litteraturselskab í Kaupmannahöfn, Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier (LLE) við háskólann í Bergen og Institutionen för svenska språket við Gautaborgarháskóla. Orðabók milli íslensku, dönsku, norsku og sænsku var opnuð á vefnum í nóvember 2011.

ISLEX-orðabókin er fyrsta rafræna orðabókin sem tengir saman mörg norræn mál. Hún hefur að geyma um 50.000 flettur og þýðingar á þeim. Orðabókin lýsir íslensku nútímamáli þar sem áhersla er lögð á að sýna fjölbreytileg orðasambönd, fasta orðanotkun og dæmi með þýðingum á markmálin.

ISLEX orðabókin

Video Gallery

View more videos