Íslenskur dansari með sýningu í Stokkhólmi

 
 
Þann 23. ágúst næstkomandi kl. 16 mun dansarinn Bára Sigfúsdóttir sýna sólóverkið Handan heiða (e. On the other side of a sand dune) á Stockholm Fringe Festival. Verkið er leikrænt dansverk sem fjallar í stuttu máli um lífsleið stúlku/konu þar sem fortíð og samtíð vefjast saman í veröld þar sem tíminn flakkar og ímyndunaraflið ræður ríkjum. Í gegnum leikrænan dans, söng og texta fær áhofandinn boð inn í draumkenndan veruleika þar sem ekki er allt sem sýnist. Frumsamin tónlist er eftir Sóley og verkið er styrkt af Menningarsjóði flæmskumælandi hluta Brussel og Reykjavíkurborg. 
 
Nánari upplýsingar og miða á sýninguna má nálgast á http://stockholmfringe.com/
og heimasíða Báru er www.barasigfusdottir.wordpress.com
 

Video Gallery

View more videos