Íslenskt kóramót í Lundi

Laugardaginn 13. apríl kl. 17:00 heldur íslenski kórinn í Lundi kóramót íslenskra kóra erlendis. Allir eru velkomnir að mæta á þessa stórtónleika sem haldnir verða í Dómkirkjunni í Lundi. Aðgangseyrir er enginn en tekið verður með þökkum á móti frjálsum framlögum.

150 kröftugar raddir sameinast og fylla kirkjuna með fögrum tónum.

Athugið að allt að 18 ár geta liðið þar til kóramótið verður haldið í Lundi aftur.

 

Kórar sem taka þátt að þessu sinni eru:

· Íslenski kórinn í Lundi

· Íslenski kórinn í Lundúnum

· Ískórinn í Ósló

· Sönghópurinn í Björgvin

· Íslenski kórinn í Gautaborg

· Kvennakórinn í Kaupmannahöfn

· Staka, Kaupmannahöfn

· Íslenski kórinn í Hollandi

· Farfuglarnir frá Lúxemborg

 

Sjá einnig hér:

http://www.iceland.is/iceland-abroad/se/files/auglysing-1-koramot.pdf

 

Video Gallery

View more videos