Íslensk hönnun á Stockholm Furniture and Northern Light Fair

Dagana 7.-11. febrúar 2012 eru tvær árlegar hönnunarkaupstefnur, Stockholm Furniture Fair og Northern Light Fair, haldnar samhliða á Stockholmsmässan í Älvsjö, en þær eru stærstu sinnar tegundar í heiminum hvað varðar norræna húsganga- og ljósahönnun. Undanfarin ár hafa íslenskir hönnuðir tekið þar þátt og kynnt íslenska hönnum með góðum árangri. Í ár er engin undantekning þar á og íslensku þátttakendurnir að þessu sinni eru Netagerdin, Lighthouse, Syrusson og A.Gudmundsson. Íslandsstofa, í samráði við Hönnunarmiðstöð Íslands, hefur haft veg og virðingu að skipulagningu íslensku þátttökunnar.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var stödd í Stokkhólmi vegna leiðtogafundar forsætisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands, og notaði tækifærið til þess að heimsækja íslensku þátttakendurna á messunni.

Gunnar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, að viðstöddum forsætisráðherra Íslands, stóð fyrir kynningarmóttöku í samstarfi við skipuleggjendur. Slíkum móttökum er ætlað að styrkja það tengslanet sem þegar er fyrir hendi og mynda ný sambönd sem nýst geta íslenska hönnunargeiranum hvað varðar útflutning, umfjöllun og samstarf.

Laugardaginn 11. febrúar nk. eru kaupstefnurnar opnar almenningi og til upplýsinga má geta þess að íslenski básinn er nr. A01:40.

Nánari upplýsingar um opnunartíma o.fl. má finna á heimasíðu kaupstefnunnar: http://www.stockholmfurniturelightfair.se/

Video Gallery

View more videos