Hjalti Karlsson tekur á móti hönnunarverðlaunum

Grafíski hönnuðurinn Hjalti Karlsson tók í gær á móti hinum virtu Torsten og Wanja Söderberg verðlaunum. Markmið verðlaunanna sem hafa verið veitt árlega síðan 1994, er að styðja stoðum við hönnun, handiðn og tísku á Norðurlöndunum. Fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhendi verðlaunin við hátíðlega athöfn í Gautaborg í gær.

Meðfylgjandi eru myndir frá verðlaunaafhendingunni af Hjalta Karlssyni, Vigdísi Finnbogadóttur, Hörpu Þórsdóttur, forstöðukonu Hönnunarsafns Íslands og Tom Hedqvist, forstöðumanni Röhsska safnsins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á heimasíðu Röhsska safnsins í Gautaborg má finna nánari upplýsingar um verk Hjalta sem sýnd verða á safninu til 2. febrúar 2014.

Video Gallery

View more videos