Hjalti Karlsson hlýtur Torsten och Wanja Söderberg hönnunarverðlaunin

Íslenski grafíski hönnuðurinn Hjalti Karlsson hlýtur í ár hin virtu Torsten och Wanja Söderberg verðlaun en í dómnefnd eru fulltrúar frá Röhsska safninu í Gautaborg. Hjalti er eigandi hönnunarstofunnar Karlsson & Wilker í New York og hefur hann starfað þar frá árinu 2000.

Torsten och Wanja Söderberg verðlaunin voru fyrst afhent árið 1994 og hafa þau verið veitt árlega síðan þá. Markmið verðlaunanna er að styðja stoðum við hönnun, handiðn og tísku á Norðurlöndunum. Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður hlaut verðlaunin árið 2008.

Verðlaunin verða afhent með viðhöfn í Gautaborg þann 4. nóvember næstkomandi og er það fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sem mun afhenda verðlaunin. Á sama tíma verður sýning opnuð um Hjalta Karlson og hans verk. 

Meðfylgjandi er stutt heimildarmynd um Hjalta Karlsson sem sýnir brot af því sem gerist á bak við tjöldin hjá einum besta grafíska hönnuði nútímans.

 

 

 

Video Gallery

View more videos