Evrópski tungumáladagurinn í Svíþjóð

Í tilefni af hinum árlega evrópska tungumáladegi þann 26. september var nærri 500 sænskum ungmennum á aldrinum 13-18 ára boðið að taka þátt í „tungumálakaffihúsi“ er haldið var í Evrópuhúsinu í Stokkhólmi. Var þetta annað árið í röð sem að fulltrúi frá íslenska sendiráðinu tekur þátt í þessum degi. Auk fulltrúa frá íslenska sendiráðinu, tóku m.a. þátt fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum, Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Japan og Litháen. Gaman var að sjá hversu mikinn áhuga ungmennin höfðu á Íslandi og íslenskri tungu en lögð var áhersla á að kynna fyrir þeim sögu íslenska tungumálsins og íslenska nafnahefð, auk myndun nýyrða.

Evrópski tungumáladagurinn er 26. september ár hvert. Haldið hefur verið upp á hann frá árinu 2001 í samstarfi við Evrópuráðið og Evrópusambandið og hann er haldinn hátíðlegur í fjölmörgum ríkjum í Evrópu.

Frekari upplýsingar um evrópska tungumáladaginn í Svíþjóð má nálgast á heimasíðu sprakdagen.nu

Video Gallery

View more videos