Eiríkur Örn Norðdahl tekur þátt í Norðurlandadeginum í NK í Stokkhólmi

Komdu. Bragðaðu á Norðurlöndunum. Hlustaðu á Norðurlöndin. Upplifaðu Norðurlöndin. Yndislegu Norðurlöndin!

 

Þann 23. mars næstkomandi munu Norðurlöndin fagna hinum árlega Norðurlandadegi. Í Stokkhólmi í ár verður deginum fagnað alla helgina 22. – 24. mars í Nordiska Kompaniet (NK) þar sem boðið verður upp á glæsilega norræna dagskrá. Meðal þeirra sem taka þátt í deginum eru kokkar, tónlistarmenn, rithöfundar og hönnuðir frá Norðurlöndunum, auk annarra skapandi einstaklinga sem vinna að menningu og listum frá sjónarhóli Norðurlandanna eða The Nordic Way.

Á föstudeginum kl. 15:30 mun gestum gefast tækifæri á að hlusta á íslenska rithöfundinn Eirík Örn Norðdahl þar sem hann mun fjalla um ritstörf sín út frá íslenskum menningarsjónarmiðum. Þá mun Eiríkur gefa eiginhandaáritanir vegnar bókar sinnar Gift för nybörjare sem verður til sölu á staðnum.

Norðurlandadagarnir standa yfir 22.-24. mars í allri byggingu NK, þó einkum í Ljósagarðinum (Ljusgården). Dagarnir eru skipulagðir af Föreningen Norden og NK, í samstarfi við utanríkisráðuneyti Svíþjóðar og sendiráð Norðurlandanna í Stokkhólmi. Allir eru velkomnir!

 

Dagskrá helgarinnar má nálgast hér.

Fréttatilkynningu má nálgast hér.

Video Gallery

View more videos